Sunday, February 23, 2014

Vestið - Buxurnar - Skórnir - SELT! Ég var of bjartsýn gladiator í dag þegar ég taldi mér trú um að


Vestið - Buxurnar - Skórnir - SELT! Ég var of bjartsýn gladiator í dag þegar ég taldi mér trú um að ég gæti kíkt AÐEINS á lokaútsöluna í ZARA! Búðin var troðfull af fólki og allt var morandi í útsöluvörum. Þá voru afgreiðslukassarnir pakkaðir og raðirnar í mátunarklefana endalausar. Allt framangreint hafði þó engin áhrif á búðasjúku dömuna og beið ég m.a. í 30 mínútur til að geta mátað fötin sem ég hafði valið af mikilli kostgæfni. Þegar ég komst svo loksins að í mátunarklefanum var ég svo búin á því að ég tók mér dágóðan tíma í mátunina og smellti svo í lokinn einni mynd af dressinu sigri hrósandi. Note to self: Líklegasta orsökin fyrir þessari OF löngu röð eru upptjúnaðar gladiator stúlkukindur í "dress up" leik!!! ;D 
Bridesmaids


No comments:

Post a Comment